Sá strax mun fyrstu vikuna
Ég er mjög gjörn á að fá þurrkur, rósroða og frunsu á nefið útaf stressi/álagi. Ég er með mjög viðkvæma húð í andliti og get ekki notað hvaða vörur sem er og þetta Rósa serum frá Lovaiceland hefur gjörsamlega bjargað húðinni minni. Ég hef verið að nota það í alveg að detta í 2 vikur og það sést stór munur á andlitinu á mér plús rósroðin á kinnum og nefi fer minnkandi með hverjum deginum.
Ég sá auglýsinguna á facebook frá Lovaiceland og var mjög spennt að prófa og ég byrjaði að sjá mun á húðinni minni á fyrstu viku.
Ég er nýlega byrjuð að nota augnkremið og ég sé einnig strax smá mun úfrá því og er því einnig nýlega byrjuð að nota Túrmerik hreinsibalminn.
Húðin er mun mýkri og ekki eins gróf/þurr og er ekki að ertast í húðinni eftir veðurbreytingum eins og ég var alltaf, eftir ég byrjaði að nota ykkar vörur hefur veðrið ekki eins mikil áhrif á húðina. - Maríanna Mjöll S.W
Húðvörur Lovaiceland