
yfirborðsþurrkurinn er nánast horfin og útbrotin láta ekkert á sér kræla
Ég heiti Sólveig Guðnadóttir og er 57 ára.
Ég er með rósroða og hef verið að eiga við mikinn yfirborðsþurrk og einnig útbrot en hef haft sérstakt krem á útbrotin. Ég hef prófað mikið af kremum en ekki áður fengið nógu góða virkni af þeim.
Ég tók eftir Lovaiceland vörunum á facebook og langaði strax að prófa þær því voru svo margir ánægðir með kremin frá lovaiceland. Ég nota C vítamín kremið og Rósa serumið á morgnana, á kvöldin nota ég Túrmerik hreinsi balminn, næturkremið og augnkremið og ég er nýbúin að kaupa mér cbd serumið sem ég ætla að nota líka.
Mér finnst þessar vörur frá lovaiceland mjög góðar kremin eru létt og virka ekki eins og maður hafi verið að bera á sig feitt krem við þurrkinum. Serumið finnst mér endurnæra húðina og róa niður roðann. Ég hef ekki þurft að nota sérstaka kremið mitt á útbrot vegna rósroðans af því að það hafa engin útbrot verið eftir að ég byrjaði að nota þessar vörur frá lovaiceland.

Ég finn litla sem enga lykt af þessum vörum sem mér finnst kostur. Ég er búin að leita lengi að góðum hreinsir til að hreinsa húðina og taka allan farða af og Túrmerik hreinsi balminn er algjör snilld svo þægilegur í notkun og tilfinningin eftir notkun er mjög góð engin erting í húðinni svo er mjög gaman að nota hann.
Ég er búin að nota Lovaiceland vörurnar síðan í nóvember og fann strax mun á mér vörurnar erta ekki húðina og yfirborðsþurrkurinn er nánast horfin og útbrotin láta ekkert á sér kræla.
Mér finnst þessar vörur bera af er búin að prófa þó nokkuð af húðvörum í gegnum árin.
Umsögn: Sólveig Guðnad.
Húðvörur Lovaiceland