Mér finnst mér ég líta út sem tíu árum yngri

Ég er eiginlega orðlaus

Ég hef prófað margar húðvörur í gegnum tíðina. Keypt með vonina að þetta væri „það rétta“  bara til að enda með þær aftast í skápnum eða hreinlega henda þeim. Þangað til ég kynntist Lovaiceland. Það er eiginlega erfitt að útskýra þetta, en þessar vörur… þær virka.

Ég byrjaði að nota þær í Apríl/Maí 2025 og fann mun eftir rúmlega viku. Núna, þegar einhver tími er liðinn, er ég eiginlega orðlaus. Ég hef verið með æðaflækju undir hægra auga og brúna bletti, og það er eins og þetta sé að hverfa. Æðaflækjan er næstum farin og brúnu blettirnir nánast horfnir.

Mér finnst mér ég bara líta út sem tíu árum yngri. Ég verð 62 ára í ágúst en svei mér þá, ég held ég gæti alveg sagt að ég væri 52!

þroti og línur í kringum augun hafa minnkað gríðarlega. Augnsvæðið er orðið svo mikið sléttara, bjartara og lifandi. Ég er svo ánægð með augnaráðið mitt.

Banner Image
Banner Image

Á daginn nota ég alltaf C-vítamín dagkremið, og Rósa serumið eða CBD serumið til skiptis.

Ég á báða hreinsibalmana Túrmerik og Rósa & Hunang og nota þá til skiptis. Ég elska sérstaklega hvernig húðin verður hrein eftir hreinsun og ekki klístruð og ég blanda stundum Ólífuskrúbbinum með Balminum.

Kvöldrútínan er heilög þar nota ég Retinol næturkremið, Jojoba olíuna og augnkremið sem ég geymi í ísskápnum fyrir extra ferskleika.

Þetta er meiriháttar og ég er svo þakklát. Ég óska þess af öllu hjarta að fleiri fái að upplifa það sama og ég.

Frásögn: Kristín Sóley Kristinsdóttir